Hagspá: Of gott til að vera satt?

Mikil umsvif eru í byggingariðnaði á suðvesturhorninu.

Greiningardeild Arion banka kynnti í morgun nýja hagspá fyrir árin 2016-2019. Í spánni er reiknað með 4,2% hagvexti í ár en að svo taki að hægja á og að hagvöxtur verði milli tvö og þrjú prósent til 2020, sem er nær því sem stenst til lengdar. Greiningardeildin spyr hvort að horfurnar séu of góðar til að vera sannar.

Einkaneysla mun draga vagninn út spátímann, en einnig verður nokkur fjárfesting. Ferðaþjónusta mun áfram vaxa en hægar en áður og sterk króna og mikill kaupmáttur mun styðja við áframhaldandi innflutningsvöxt

Að mati greiningardeildarinnar er nauðsynlegt að fjárfesta af auknum krafti í innviðum. Arðgreiðslur úr bönkunum geta hjálpað ríkinu við fjármögnun slíkra verkefna en þær draga um leið úr getu ríkisins til að greiða niður skuldir. Skoða þarf fleiri leiðir til fjármögnunar, skilgreina hlutverk einkaaðila og hvaða verkefni fjármagna má með notendagjöldum.

smari@bb.is

DEILA