Gul viðvörun á Ströndum

Viðvörunarkerfið á vef Veðurstofunnar.

Gul viðvör­un er í gildi á Ströndum og Norðvesturlandi fram undir kvöld, en þar er hvöss sunnanátt með vind­hviðum yfir 30 m/​s við fjöll. Líkt og greint var frá í gær hef­ur Veður­stof­an tekið upp lita­kort með veðurviðvörunum og eru viðvaranirnar í gulum, appelsínugulum og rauðum lit í samræmi við alvarleika veðurs. Viðvörunarlitur ákvarðast af mati sérfræðinga á væntanlegum áhrifum veðursins og líkum á því að spáin gangi eftir. Samfélagsleg áhrif geta verið mismunandi, s.s. truflanir á samgöngum, eignatjón, skemmdir á mannvirkjum og líkur á slysum, jafnvel mannskaða.

Annars staða á Vestfjörðum verður hægari suðvestanátt í dag, 8-15 m/s með skúrum og hægir í kvöld. Hiti 1 til 8 stig.

DEILA