Gamla kaupfélagið opnað

Ólafur kaupfélagsstjóri afgreiðir viðskiptavin.

Hinir nýju verslunarrekendur á Norðurfirði í Árneshreppi opnuðu verslun sína á miðvikudaginn. Að svo stöddu gengur verslunin undir nafninu Gamla kaupfélagið. Þegar tíðindamann Litlahjalla bar að garði voru verslunareigendur, þau Ólafur Valsson og Sif Konráðsdóttir að raða upp vörum og koma öllu fyrir.

Kaupfélag Steingrímsfjarðar lokaði útibúi sínu í Norðufirði í september og um tíma leit út fyrir að hreppurinn yrði án verslunar sem hefði verið þungt högg fyrir byggðina. Ólafur og Sif svöruðu kalli hreppsnefndar sem auglýsti eftir nýju fólki til að taka við búðinni. Ólafur er dýralæknir að mennt og Sif er lögfræðingur.

DEILA