Engir bílar með Baldri vegna bilunar

Breiðafjarðarferjan Baldur.

Vegna bilunar í ekjubrú í Stykkishólmshöfn verður ekki hægt að taka bíla um borð í ferjuna, einungis farþega. Unnið hefur verið að viðgerð frá því í gær og stendur viðgerð enn yfir.

Vonast er til þess að hægt verði að sigla með bíla skv. áætlun á morgun miðvikudag, nánar um það síðar.

Fótgangandi  farþegar eru vinsamlegast beðnir um að hringja og bóka fyrir kl. 14:00 í dag 14. Nóvember í 433 2254 að öðrum kosti mun skipið ekki sigla í dag.

Hægt er að fylgjast með framvindu mála á vefsíðu Sæferða www.saeferdir.is og á facebook „Seatours Iceland“

bryndis@bb.is

DEILA