Eldum rétt á Ísafirði og í Bolungarvík

„Ein helsta ástæða fyrir að við opnum fyrir þessa tvo bæi á undan stærri bæjarfélögum á landsbyggðinni er þrýstingur bæjarbúa í gegnum Facebook síðuna Eldum Rétt á Vestfirði og urðum við að láta undan og opnuðum fyrir pantanir 11 í morgun og verður opið fyrir pantanir til miðnættis.“  Segir talsmaður Eldum rétt fyrirtækisins og í dag er hægt að skrá pöntun á matarsendingu sem kemur vestur í næstu viku. Þjónusta fyrirtækisins felst í því að bjóða hráefni í fyrirfram ákveðnar máltíðir ásamt leiðbeiningum um eldun og allt er sent heim að dyrum. Hægt er að velja um nokkra matseðla og magn miðað við 2, 3 eða fjóra, hráefnið er valið og nákvæmlega vigtað svo lítið ætti að fara til spillis.

bryndis@bb.is

DEILA