Bræðraborg hættir

Kaffihúsið Bræðraborg á Ísafirði er að syngja sitt síðasta og lokar endanlega á Þorláksmessu. „Eftir mörg skemmtileg og dásamleg ár fyrir framan kaffivél Bræðraborgar, er komið að því að ljúka þessu ævintýri og loka kaffihúsinu,“ segir á Facebooksíðu Bræðraborgar.

„Við viljum þakka öllum vinum okkar fyrir góð og skemmtileg viðskipti og allar þær hressu stundir sem við höfum átt saman á kaffihúsinu,“ segir ennfremur. Bræðraborg er í eigu ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Adventures.

smari@bb.is

DEILA