Að gæða sér á jólajógúrtinni frá Örnu er orðinn ríkur partur af aðventunni hjá þeim sem kunna gott að meta. Jólajógúrtin er árstíðarbundin vara sem gerir hana líklegast enn meira spennandi. Aðdáendur jólajógúrtarinnar, sem er með grískum stæl og blönduð með bökuðum eplum og kanil, eru orðnir óþreyjufullir eins og eftirfarandi ummæli tekin af handahófi á Facebook bera vitni um: „Ég er í alvörunni búinn að hugsa um þetta á hverjum degi í svona mánuð.“ – „Ég er barnslega spennt,“ og „Þetta er fáránlega gott.“

Nú styttist biðin heldur betur og samkvæmt upplýsingum frá Örnu í Bolungarvík þá hefur borist fjöldi fyrirspurna um jógúrtina og hægt að upplýsa að hún er væntanleg í búðir von bráðar.

smari@bb.is

DEILA