Bátar slitnuðu upp

Björgunarsveitirnar eru okkur mikilvægar og ómetanlegt það sjálfboðaliðastarf sem þar fer fram. Mynd: Björgunarfélag Ísafjarðar.

Björgunarsveitarfólk var kallað út í gær til að aðstoða starfsmenn Ísafjarðarhafnar þegar mesti veðurhamurinn gekk yfir. Bátar höfðu slitnað upp og þurfti að binda þá aftur og treysta landfestar á fleiri bátum sem létu illa í höfninni. „Þetta var í skútuhöfninni. Það var allt með kyrrum kjörum hinum megin,“ segir Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri. Honum er ekki kunnugt um að tjón hafi orðið á bátum. Guðmundur brýnir fyrir eigendum báta að huga að landfestum þegar veðurútlit er slæmt eins og raunin var í gær.

DEILA