Sigríður Etna Marinósdóttir hefur gefið út sína fyrstu barnabók, bókin ber heitið Etna og Enok fara í sveitina og var haldið upp á útgáfu hennar á Bókasafni Grindavíkur í gær. Sigríður Etna vinnur í félagsmiðstöðinni Þrumunni í Grindavík en bókin gerist á Tálknafirði þaðan sem Sigríður Etna kemur en hugmyndin að bókinni kom einmitt þegar hún var stödd á Tálknafirði. Freydís Kristjánsdóttir myndskreytir bókina en í útgáfuhófinu voru til sýnis skissur eftir Freydísi sem voru frumgerðir fyrir bókina. Hægt er að kaupa bókina í öllum helstu bókaverslunum landsins.

smari@bb.is

DEILA