Baldur siglir ekkert í vikunni

Breiðafjarðarferjan Baldur.

Vegagerðin hefur ákveðið að lengja þjónustutímann á milli Brjánslækjar og Reykhóla til kl 20 á meðan ferjan Breiðafjarðarferjan Baldur er frá vegna bilunar. Aðalvél Baldurs bilaði á sunnudag og hafa ferðir yfir Baldurs yfir Breiðafjörð fallið niður síðan þá. Samkvæmt upplýsingum frá Sæferðum í dag liggur ekki fyrir hve langan tíma tekur að komast fyrir bilunina en ljóst að ferjan siglir ekkert í þessari viku.

smari@bb.is

DEILA