Andri Rúnar genginn í raðir Helsingborgar

Andri Rúnar genginn í raðir Helsinborgar

Bolvíski knattspyrnumaðurinn Andri Rúnar Bjarnason er genginn í raðir Helsingborgar sem leikur í sænsku b-deildinni í knattspyrnu. Frá þessu er greint á vef Helsinborgar. Andri Rúnar sló rækilega í gegn með Grindvíkungum í sumar. Hann var makrakóngur í Pepsi-deildinni með 19 mörk og jafnaði markamet í efstu deild og er í góðum félagsskap með þeim Pétri Péturssyni, Guðmundir Torfasyni, Tryggva Guðmundssyni og Þórði Guðjónssyni.

Andri Rúnar var einnig valinn besti maður deildarinnar. Hann lék með BÍ/Bolungarvík á árunum 2006-2014 er hann hélt suður á bóginn og lék fyrst með Víkingi áður en hann fór til Grindavíkur.

DEILA