Ákærðir fyrir brot á ákvæðum Hornstrandafriðlandsins

Mynd af mönnunum í Hornvík í fyrra.

Þrír menn hafa verið ákærðir af embætti lög­reglu­stjór­ans á Vest­fjörðum fyr­ir að hafa í fyrra brotið gegn lög­um um nátt­úru­vernd og aug­lýs­ingu um friðland á Horn­strönd­um með því að hafa laug­ar­dag­inn 28. maí í fyrra komið í friðlandið og dvalið þar í viku­tíma án þess að til­kynna Um­hverf­is­stofn­un um ferðalag sitt. Frá þessu er greint á mbl.is.

Málið komst í hámæli í fyrra er starfsfólk Borea Adventures kom að mönnunum í Hornvík þar sem þeir voru með skotvopn og ýmsan veiðibúnað, en meðferð skotvopna er bönnuð í friðlandinu.

Greint var frá því í janú­ar að fallið hafi verið frá ákæru gegn mönn­un­um, en þá hafði verið ákveðið að beita þá sekt­armeðferð. Karl Ingi Vil­bergs­son, hjá lög­regl­unni á Vest­fjörðum, staðfest­ir í sam­tali við mbl.is að menn­irn­ir hafi hins veg­ar neitað að skrifa und­ir slíka sekt­armeðferð og því hafi verið ákært í mál­inu. Það er aft­ur á móti ekki ákært fyr­ir veiði í friðland­inu.

Í síðustu viku féll sýknudóm­ur í Héraðsdómi Vest­fjarða í meiðyrðamáli þar sem GJÁ útgerð ehf, ferðaþjónustufyrirtækið sem flutti menn­ina og veiðibúnað þeirra til Horn­vík­ur, hafði höfðað á hendur  Rúnari Óla Karlssyni hjá Borea Adventures vegna ummæla hans í fjölmiðlum um atburðina í Hornvík í fyrra.

smari@bb.is

DEILA