Aðgerðalítið vetrarveður

Heldur hefur veðurguðinn róast frá helginni og spámaður Veðurstofunnar spáir hægri breytilegri átt á Vestfjörðum og yfirleitt þurru. Gengur í norðaustan 5-13 seint annað kvöld með éljum, einkum norðantil. Frost 0 til 5 stig.

Fyrir landið allt hljómar þetta svona: Norðvestan 10-18 m/s A-til, hvassast við ströndina, en breytileg átt 3-8 V-lands. Él fyrir norðan og norðaustan, annars bjart með köflum og líkur á stöku éljum S- og SV-til.
Gengur í norðvestan 18-25 A-ast á morgun og áframhaldandi él NA- og SV-lands, en snjókoma um landið N-vert annað kvöld, annars þurrt. Hiti um og undir frostmarki.

bryndis@bb.is

DEILA