30 daga skilorð fyrir innbrot

Tveir karlmenn og ein kona hafa verið dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi hvert fyrir sig fyrir þjófnað. Þau voru dæmd fyrir að hafa brotist inn á veitingastaðinn Simbahöllina á Þingeyri. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að þau stálu meðal annars 10-15 flöskum af léttu og sterku áfengi, 50 flöskum af bjór, 4 pökkum af te, Philips hljómflutningstækjum, tveimur farsímum ásamt skiptimynt allt að 40 þúsund krónum. Þau játuðu brot sitt skýlaust.

DEILA