Í vonskuveðri um kl. 21:00  í gærkvöldi voru björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út vegna rútu sem hafði farið út af á Krísuvíkurvegi og oltið. Enginn slasaðist og rúmum klukkutíma síðar var búið að ferja alla farþega úr rútunni og yfir í aðra bíla.

Í kjölfar þess að allir farþegar úr rútunni höfðu verið fluttir í hús Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, var óskað eftir aðstoð björgunarsveita við að flytja fólk sem sat fast í bílum sínum í Vatnsskarði. Vatnsskarð er rúmum kílómetir norðan við vettvanginn og voru miklar hviður í skarðinu og hálka á veginum,  þar sátu tæplega tíu bílar fastir. Um miðnætti var allt fólkið komið um borð í bíla björgunarsveita.

Ekki hafa borist fregnir af útköllum björgunarsveita á Vestfjörðum

bryndis@bb.is

DEILA