Vetrinum fagnað

Í stað þess að leggjast í blús þegar dagurinn er farinn að styttast meir en góðu hófi gegnir efnir Ísafjaðrarbær til hátíðarinnar Veturnátta líkt og mörg undanfarin ár. Með þessu er vetrarkomunni fagnað en fyrsti vetrardagur samkvæmt fornu tímatali var laugardaginn. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á Veturnóttum sem hefjast á fimmtudag og standa fram til þriðjudags. Ógerningur er að telja upp allt sem verður í boði eða tína til hápunkta og þess í stað er bent á dagskrá hátíðarinnar á vef Ísafjarðarbæjar.

smari@bb.is

DEILA