Vestri og Fjölnir á Jakanum

Vestramenn eru staðráðnir í að halda sigurgöngunni á heimavelli áfram.

Í kvöld mæta Fjölnismenn á Jakann (íþróttahúsið á Torfnesi) í fimmtu umferð Íslandsmótsins í 1. deild. Vestri er enn ósigraður á heimavelli og Vestramenn ætla ekki að gefa það eftir á morgun. Heimamenn eru í þriðja sæti deildarinnar og Fjölnir vermir fimmta sætið. Fjölnismenn eru með ungt og sprækt lið sem er til alls líklegt auk þess sem þeir eru með mjög góðan Bandaríkjamann innan sinna raða. Þá má ekki gleyma að þjálfarinn Falur Harðarson er enginn aukvisi og má því reikna með spennandi leik á morgun.

Leikurinn hefst að vanda kl. 19.15 og grilluðu hamborgararnir verða á sínum stað fyrir leik.

smari@bb.is

DEILA