Vestri hefur leik í kvöld

Meistaraflokkur Vestra á síðasta keppnistímabili en liðið hefur tekið nokkrum breytingum.

Körfuboltatímabilið fer af stað af fullum krafti í kvöld þegar meistaraflokkur Vestra hefur leik á Íslandsmóti karla með heimaleik á Jakanum gegn Snæfelli. Samkvæmt spá formanna, þjálfara og fyrirliða félaganna sem taka þátt í Íslandsmótinu verður róður Vestra þungur í haust, en liðinu er spáð 7-8 sæti í vetur, en níu lið eru í 1. deildinni. Snæfelli er spáð 6. sæti og Skallagrími er spáð sigri í deildinni.

Leikurinn í kvöld hefst kl. 19.15 og verður frítt inn og því engin ástæða til að sitja heima. Á leiknum verður hægt að kaupa ársmiða á alla heimaleiki liðsins á Íslandsmótinu auk þess sem grillaðir hamborgarar verða í boði fyrir leik á litlar 1.000 kr.

smari@bb.is

DEILA