Vestfirsk orka í víðum skilningi

Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða á Ísafirði.

Orkubú Vestfjarða efnir nú til ljósmyndasamkeppni með glæsilegum vinningum. Þemað er „vestfirsk orka í víðum skilningi,“ segir í tilkynningu á Facebooksíðu Orkubúsins og er skilafrestur til 14. nóvember. Allar myndir sem berast í keppnina verða birtar á Facebooksíðunni þann 16. Nóvember og sú sem fær flest læk hreppir vinning sem er veglegur, eða út að borða á Hótel Ísafirði fyrir tvo og tveir miðar á tónleikana Hátíðartóna með þeim Jógvan Hansen, Heru Björk og Halldóri Smárasyni. Myndasmiðirnir sem hreppa annað og þriðja sætið hreppa einnig tónleikamiða í vinning.

 

DEILA