Veiðigjöld útgerða í Bolungarvík þrefaldast milli ára og verða rúmlega 300 milljónir á yfirstandandi fiskveiðiári. Bolungarvíkurkaupstaður lét gera úttekt úttekt á áhrifum veiðigjalda á bæjarfélagið en á síðustu fimm fiskveiðiárum hafa bolvískar útgerðir borgað samtals 469 milljónir króna til ríkisins í formi veiðigjalda.
Baldur Smári Einarsson, formaður bæjarráðs Bolungarvíkurkaupstaðar, skrifar í pistli á Facebook að við blasi að veiðigjöld bolvískar útgerða verði 300 milljónir fiskveiðiárinu sem hófst í september og jafngilda um þriðjungi af árstekjum bæjarins. „Þetta eru gríðarlegar fjárhæðir sem eru að hverfa úr hagkerfinu í Bolungarvík og þessir peningar fara bara beint suður og nýtast ekki til uppbyggingar hér á svæðinu,“ skrifar Baldur Smári.
Í sumar var unnin stefnumörkun um framtíð fiskeldis og þar var lagt til að helmingur auðlindagjalda þeirrar starfsemi fari til uppbyggingar innviða þar sem eldið er stundað. Baldur Smári skrifar um þetta: „Er ekki kominn tími á að helmingur auðlindagjalda sjávarútvegsins renni til þeirra samfélags sem byggja afkomu sína á fiskveiðum og fiskvinnslu?“
smari@bb.is