Utanríkisráðherra skipar nýja héraðsdómara

Rík­is­stjórn­in samþykkti á fundi sín­um í morgun til­lögu til for­seta Íslands að Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra verði sett­ur til að fara með mál er varðar skip­un í embætti héraðsdóm­ara.

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra hafði óskað eft­ir því að Guðlaug­ur Þór tæki verk­efnið að sér, sem hann samþykkti, en þetta varðar setn­ingu for­manns í dóm­nefnd sem á að meta hæfi um­sækj­enda. Dóms­málaráðuneyt­inu barst í síðasta mánuði 41 um­sókn um 8 stöður héraðsdóm­ara sem aug­lýst­ar voru laus­ar til um­sókn­ar 1. sept­em­ber. Staða dómara við Héraðsdóm Vestfjarða var eitt af embættunum sem var auglýst.

Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­málaráðherra ákvað að víkja sæti í mál­inu vegna um­sókn­ar Ástráðs Har­alds­son­ar hæsta­rétt­ar­lög­manns um eitt af embættunum. Ástráður stefndi ríkinu vegna umsóknar hans um embætti dómara við Landsrétt. Dómsmálaráðherra taldi að fyrir hendi væru aðstæður sem væru til þess fallnar að umsækjendur um héraðsdómaraembættin drægju óhlutdrægni hennar í efa.

Umsækjendur um stöðu dómara við Héraðsdóm Vestfjarða:

  1. Arnaldur Hjartarson – aðstoðarmaður dómara við EFTA-dómstólinn
  2. Bergþóra Ingólfsdóttir – hæstaréttarlögmaður
  3. Brynjólfur Hjartarson – lögfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu
  4. Guðfinnur Stefánsson – aðstoðarmaður héraðsdómara
  5. Guðmundur Örn Guðmundsson – héraðsdómslögmaður
  6. Hákon Þorsteinsson – aðstoðarmaður héraðsdómara
  7. Hrannar Hafberg – ráðgjafi Fiskistofu
  8. Indriði Þorkelsson – hæstaréttarlögmaður
  9. Ólafur Freyr Frímannsson – héraðsdómslögmaður
  10. Ólafur Karl Eyjólfsson – héraðsdómslögmaður
  11. Sigurður Jónsson – hæstaréttarlögmaður
  12. Sólveig Ingadóttir – aðstoðarmaður héraðsdómara
  13. Unnsteinn Örn Elvarsson – héraðsdómslögmaður
  14. Valborg Steingrímsdóttir – aðstoðarmaður héraðsdómara
  15. Þór Hauksson Reykdal – forstöðumaður hjá Vinnumálastofnun
  16. Þórhildur Líndal – aðstoðarmaður héraðsdómara
  17. Þórir Örn Árnason – héraðsdómslögmaður

smari@bb.is

DEILA