Þriggja prósenta atvinnuleysi

Alls voru 3% vinnu­færa ein­stak­linga á Íslandi án at­vinnu í sept­em­ber. Þetta er niðurstaða vinnu­markaðsrann­sókn­ar Hag­stofu Íslands. Sam­kvæmt Vinnu­mála­stofn­un er skráð at­vinnu­leysi í sept­em­ber var 1,8% og minnkaði um 0,1 pró­sentu­stig frá ág­úst. Að meðaltali fækkaði um 158 manns á at­vinnu­leys­is­skrá frá ág­úst.

„Sam­kvæmt vinnu­markaðsrann­sókn Hag­stofu Íslands voru að jafnaði 193.500 manns á aldr­in­um 16–74 ára á vinnu­markaði í sept­em­ber 2017, sem jafn­gild­ir 79,6% at­vinnuþátt­töku. Af þeim voru 187.700 starf­andi og 5.900 án vinnu og í at­vinnu­leit. Hlut­fall starf­andi af mann­fjölda var 77,2% og hlut­fall at­vinnu­lausra af vinnu­afli var 3%.

Sam­an­b­urður mæl­inga fyr­ir sept­em­ber 2016 og 2017 sýna að at­vinnuþátt­taka dróst sam­an um 2,7 pró­sentu­stig úr 82,3% í sept­em­ber 2016. Fjöldi starf­andi minnkaði um 1.600 manns og hlut­fall starf­andi af mann­fjölda lækkaði um 2,7 pró­sentu­stig. Fjöldi og hlut­fall at­vinnu­lausra stend­ur hins veg­ar í stað. Alls voru 49.700 utan vinnu­markaður og fjölgaði þeim um 7.800 manns frá því í sept­em­ber 2016 en þá voru þeir 41.900.

smari@bb.is

DEILA