Þokkalegasta kosningaveður

Það ætti ekki vera vandamál að safna saman atkvæðum á morgun.

Það er leiðindaslagveður í kortunum í dag en á morgun lygnir, að minnsta kosti hér vestan til og þurrt en það er farið að kólna þó ekki sé þetta dæmigert októberveður.

Veðurspámaður á vedur.is segir að það verði suðvestan 15-25 m/s, hvassast norðan til og á Suðausturlandi. Rigning framan af degi, en dregur síðan úr vindi og úrkomu, fyrst norðvestanlands. Vestlæg átt, 5-10 m/s síðdegis og úrkomulítið, en léttir til austanlands í kvöld. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast austan til.

Norðan 8-15 á morgun, hvassast á annesjum. Skýjað með köflum N- og A-lands og él á stöku stað, en annars yfirleitt léttskýjað. Kólnar í veðri og frost víða 0 til 5 stig um kvöldið.

bryndis@bb.is

DEILA