Það er níu ára í dag…

Hrunið fagnar níu ára afmæli í dag. Þann 6. október 2008 öðluðust neyðarlögin gildi. Í lögunum fólust víðtækar lagaheimildir íslenska ríkisins til aðgerða á fjármálamörkuðum. Lögin áttu að „gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar í hvívetna, koma í veg fyrir að þjóðin verði á skuldaklafa næstu áratugina og bjarga því sem bjargað verður miðað við núverandi aðstæður“ eins og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, sagði. Daginn áður hafði Geir beðið Guð að blessa Ísland í frægu ávarpi til íslensku þjóðarinnar.

Það má með sanni segja að hrunið lifi góðu lífi og er enn sífelld uppspretta fréttaskrifa. Stundin fagnar t.d. afmælinu með afhjúpun á gjörðum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í aðdraganda hrunsins.

smari@bb.is

DEILA