Strandabyggð tekur lán til framkvæmda

Hólmavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Sveitarstjórnar Strandabyggðar samþykkti á fundi sínum í vikunni að taka 30.000.000 lán hjá Lánasjóði Sveitarfélaga. Lánið er tekið til að fjármagna viðbyggingu við leikskóla, endurbætur við grunnskóla, framkvæmdir við hitaveitu og lagningu ljósleiðara.

Á sama fundi voru ýmsir viðaukar við fjárhagsáætlun 2017 samþykktir, mestu munar þar um hækkun á kostnaði við leikskóla, úr 28 milljónum í 40 milljónir og lækkun kostnaðar vegna Veitustofnunar Strandabyggðar, úr 20 milljónum í 12 milljónir.

Fyrirhugað viðhald við grunnskóla lækkar úr 10 milljónum í 2,5 milljón en hækkun á kostnaði við búnað úr 3 milljónir í 4,5 milljónir. Kostnaður við gatnaframkvæmdir lækka um 3 milljónir og í stað þess að kaupa nýja eldhúsinnréttingu í Víkurtún 9 hefur verið ákveðið að selja eignina.

bryndis@bb.is

DEILA