Stefnt á úboð í byrjun árs

Gísli Halldór Halldórsson.

Vonir standa til að útboð á íbúðablokk á Ísafirði verði í byrjun árs. Blokkinn verður við Wardstún. „Jarðvegsvinna gæti hafist um áramótin og ég myndi vilja sjá útboð fljótlega upp úr því,“ segir Gísli Halldór Halldórsson. Í blokkinn verða 13 íbúðir og verða tvær seldar á frjálsum markaði en 11 verða í útleigu sem byggir á stofnframlögum Íbúðalánasjóðs og samstarfi við Þroskahjálp.

Nýbyggingar hafa verið mjög sjaldséðar á Ísafirði um langt skeið, sér í lagi nýbyggt íbúðahúsnæði. Gísli Halldór segir að verkið sé fullfjármagnað og að hans mati ekkert sem kemur í veg fyrir að hafist verði handa fljótlega á næsta ári. „Við hefðum viljað byrja í haust en þetta hefur verið flókið og vandasamt verkefni en aðalmálið er að þetta er svo gott sem í höfn. Svo vonumst við til að tilvonandi verktaki sjá sér hag í að byggja að byggja aðra blokk við hliðina

Íbúðalánasjóður veitir stofnframlög ríkisins til kaupa eða bygginga á almennum íbúðum. Markmið með veitingu þeirra er að bæta húsnæðisöryggi efnaminni fjölskyldna og einstaklinga með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi íbúðarhúsnæði til leigu.

DEILA