Spennandi viðureign í uppsiglingu

Meistaraflokkur Vestra. Mynd: Ágúst Atlason.

Á morgun taka Vestramenn á móti FSu í 1.deild karla í körfubolta. Leikurinn hefur alla burði til að vera spennandi viðureign enda hafa þessi lið verið fremur jöfn undanfarin ár og leikir þeirra ávallt spennandi. Þótt FSu menn séu enn án sigurs í deildinni, en Vestri enn ósigraður á heimavelli. Vestramenn eru staðráðnir í að halda áfram sigurgöngu sinni á Jakanum á meðan FSu menn eru hungraðir í sinn fyrsta sigur.

Þess má geta að innan raða FSu eru fjórir fyrrum liðsmenn KFÍ, þeir Florijan Jovanov, Haukur og Hlynur Hreinssynir sem og frændi þeirra Ari Gylfason. Svo má einnig nefna að Adam Smári Ólafsson leikmaður Vestra lék um skeið með FSu.

Leikurinn hefst kl. 19.15 og að vanda verða steiktir hamborgarar og fínerí fyrir leik og því tilvalið að mæta í fyrra fallinu.

smari@bb.is

DEILA