Meistaraflokkur kvenna í blaki fer vel af stað í 1. deild Íslandsmótsins og lagði ÍK sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum mótsins 3 – 0. Fyrsti leikur á útivelli var leikin á laugardaginn, leikar fóru þannig að fyrri tvær hrinurnar fóru báðar 25 – 20 en sú þriðja 25 – 10.
Næst mætir liðið HK B 20. október á útivelli.
Meistaraflokkur karla á sinn fyrsta leik í Íslandsmótinu sunnudaginn 22. október á heimavelli þegar BF frá Siglufirði mætir á Ísafjörð.
bryndis@bb.is