Ræddu sorpflokkun við umhverfisfulltrúann

Umhverfisfulltrúinn í vinalegu umhverfi.

Guli hópur af 5 ára leikskóladeildinni Tanga kom færandi hendi til Ralf Trylla umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar í gærmorgun. Tilgangurinn með heimsókninni var að ræða við Ralf um sorpflokkun og þótti krökkunum tilvalið að nýta ferðina og týna upp það rusl sem þau myndu finna á leiðinni. Líklega hefur börnin ekki grunað að þau myndu fylla tvo poka á þessari 250 metra leið frá Austurvegi að Hafnarstræti, en sú var engu að síður raunin.

Við samborgarar gula hópsins á Tanga gætum lært ýmislegt af krökkunum og vanið okkur á að tína upp rusl sem við sjáum á förnum vegi.

smari@bb.is

DEILA