Ökumenn taki tillit til lítilla vegfarenda

Austurvegi hefur verið lokað vegna viðgerðar á skólplögnum

Í ljósi þess að Austurvegur og Norðurvegur á Ísafirði verða lokaðir fyrir umferð ökutækja í einhverja daga, munu strætisvagnar sem aka börnum til og frá skóla stöðva á stoppistöðinni við Pollgötu. Lögreglan á Ísafirði beinir því til ökumanna sem leið eiga um nærliggjandi götur að taka fullt tillit til þeirra litlu gangandi vegfarenda sem þurfa að fara yfir Hafnarstræti á leiði sinni í skólann.

Lögreglan fer þess á leit við foreldra sem aka börnum sínum til og frá skóla að velja hentuga og örugga staði til að hleypa þeim inn og út, án þess að óþarfa tafir eða hætta hljótist af.

smari@bb.is

DEILA