Ofanflóðanefnd veitir stuðning vegna Hádegissteins

Sérfræðingar Veðurstofunnar skoða steininn.

Ofanflóðanefnd hefur samþykkt beiðni Ísafjarðarbæjar um fjárstuðning og sérfræðiaðstoð vegna Hádegissteinsins í Hnífsdal. Sérfræðingar Veðurstofunnar töldu í lok sumars að hætta stafaði af steininum sem er þekkt kennileiti ofan byggðarinnar í Hnífsdal. Við eftirlitsferð fundust vísbendingar um að steinninn, sem vegur marga tugi tugi tonna, hefði færst úr stað.

Ofanflóðanefnd mun óska eftir því við Framkvæmdasýslu ríkisins að hún annist það að fá nauðsynlega ráðgjöf til að eyða hættunni sem af steininum stafar og haldi utan um framkvæmdina í samvinnu við Ísafjarðarbæ og starfsmann Ofanflóðasjóðs.

smari@bb.is

DEILA