Milt veður næstu daga

Samspil smálægða sunnan og vestan við landið og hæðarhryggs fyrir austan veldur því að hvass vindstrengur liggur með suður- og vesturströndinni. Dálítil væta fylgir lægðaganginum, einkum sunnan- og vestanlands, en annars verðu lengst af þurrt og jafn vel bjart veður. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings um veðrið í dag og næstu daga.

Í spá Veðurstofunnar segir að heldur dragi úr vindi í kvöld og nótt, en á morgun leggst í allhvassa eða hvassa austanátt og rignir talsvert suðaustanlands. Á Vestfjörðum verður hægari vindur og að mestu þurrt.  Áfram milt veður fram að helgi, en þá lægir síðan og léttir víða til, en kólnar jafn framt.

smari@bb.is

DEILA