Miklar rigningar um land allt

Á veðurstofunni er varað við áframhaldandi vatnavöxtum á annesjum á Norðurlandi og aukinni hættu á skriðuföllum. Í athugasemdum veðurfræðings á vedur.is segir  að skil séu að fara yfir landið í dag og að stytta muni upp syðra. Talsverð úrkoma á Ströndum og NV-lands í kvöld. Útlit fyrir talsverða eða mikla úrkomu á annesjum N-til fram laugardagsmorgun.

Norðan og norðvestan 10-18, og rigning norðanlands, talsverð á Ströndum og Mið-Norðurlandi, en styttir upp sunnanlands. Norðvestan 10-20 í kvöld, hvassast við NV-ströndina. Talsverð eða mikil rigning eða slydda um tíma á norðanverðum Tröllaskaga í nótt, en lægir og styttir upp á morgun. SV og V 5-13 annað kvöld, skúrir V-til, en annars þurrt. Hiti víða 3 til 8 stig að deginum, mildast syðst.

Í dag
Laugardagur
Sunnudagur

Á sunnudag verður komin vestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum og dálitlir skúrir eða jafnvel slydduél, en léttskýjað austanlands. Hiti 2 til 7 stig yfir daginn, en líkur á næturfrosti, einkum inn til landsins.

bryndis@bb.is

DEILA