Mikilvægt skref í eldi á geldfiski

Nofima – rannsóknastofnun norska matvælaiðnaðarins – hefur kynnt mikilvægt skref í áttina til þess að mögulegt sé að ala geldan lax. Um 2000 tilraunafiskar hafa nú þegar náð 300 grömmum og vaxa og dafna eins og aðrir laxar, að því undanskildu að þeir mynda ekki kynfæri. Frá þessu er greint á vef Fiskifrétta. Núna er verið að fylgjast með fiskinum og vinna að því að þróa skilvirka aðferð sem hægt er að nota á iðnaðarskala. Ef hvortveggja er í lagi eru 3-5 ár þangað til að hægt sé að framleiða geldfisk í miklu magni.

Beri það árangur að rækta geldfisk á iðnaðarskala reynast það stórfréttir í laxeldinu og allar áhyggjur af erfðablöndun verða fyrir bí. Sem kunnugt er hefur verið lagst gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi vegna hættu á erfðablöndun í laxveiðiám í Djúpinu.

DEILA