Mikilvægt að huga að ryk- og hljóðmengun

Langeyri í Álftafirði.

Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps leggur ríka áherslu á að staðsetning kalkþörungaverksmiðju í Súðavík verði utan hljóðmengunarmarka og starfsemi verksmiðjunnar verði ávallt undir eftirliti hvað varðar ryk- og hljóðvistarmengun. Þetta kemur fram í umsögn sveitarstjórnar um umhverfismat Íslenska kalkþörungfélagsins ehf. vegna kalkþörunganáms í Ísafjarðardjúpi og vinnslu kalkþörunga í Súðavík.

Gert er ráð fyrir að verksmiðjan verði á Langeyri og samkvæmt hljóðmengunarkorti í frummatsskýrslunni er hávaðamengun innan marka.

Sveitarstjórn leggur áherslu á efnistaka auðlindarinnar verði ávallt með sjálfbærum hætti og fyllstu varúðar gætt í allri framkvæmd og umgengni og að mótvægisaðgerðir vegna efnistöku auðlindarinnar verði settar fram og sannreyndar.

Í umsögninni kemur einnig fram að Súðavíkurhreppur leggur áherslu á haft verði samband við alla helstu hagsmunaaðila, hvort sem um ræðir efnistökusvæði í Ísafjarðadjúpi eða á Langeyri þar sem verksmiðjan á að rísa.

smari@bb.is

DEILA