Lýðháskólinn mikilvægur fyrir allt svæðið

Teitur Björn Einarsson

Teitur Einarsson alþingismaður segir í samtali við bb.is að ákvörðun menntamálaráðherra að styrkja stofnun Lýðháskóla á Flateyri mikilvæga fyrir Flateyri en ekki síður mikilvæg fyrir svæðið í heild. Skólinn verði í samvinnu við Fræðslumiðstöð Vestfjarða og styrki hana, boðið er upp fjölbreytta menntun sem gagnist mörgum og hann tengist inn rannsóknarsetur Háskólans. Stofnun Lýðháskólans hafi því mikil samlegðaráhrif á svæðinu. „Þessi ákvörðun ráðherrans er í samræmi við samþykkta þingsályktun um lýðháskóla frá því í vor, fellur í raun eins og flís við rass, ef svo má að orði komast.“

Nú þarf að fylgja eftir þessi fjármagni og mikilvægt að frumkvæði og kraftur heimamanni stýri framgangi verkefnisins en undirbúningur hefur staðið í á annað ár.

bryndis@bb.is

DEILA