Lions styrkir bókasafnið

Formaður Lionsklúbbs Patreksfjarðar, Leiknir Thoroddsen, afhenti Bókasafninu á Patreksfirði glæsilega gjöf á föstudag. Gjöfin er styrkur fyrir bókasafnið til kaupa á húsgögnum fyrir yngsta kúnnahóp bókasafnsins.

Krakkarnir úr lengdu viðverunni í grunnskólanum heimsækja bókasafnið alltaf á fimmtudögum og tóku við gjöfinni fyrir hönd allra krakka á Patreksfirði. Með þessu hefur aðstaðan fyrir börnin batnað mikið og á Lionsklúbburinn þakkir skildar fyrir þessa rausnarlegu gjöf.

DEILA