Líkamsræktaraðstaða brýnt heilsumál

Héraðssamband Vestfirðinga (HSV) hvetur bæjaryfirvöld til að vinna áfram að því að tryggja aðgang almennings á Ísafirði að líkamsræktaraðstöðu. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar HSV. Stúdíó Dan á Ísafirði hættir rekstri innan skamms og í ályktun stjórnar HSV kemur fram að mikilvægt sé að tryggja aðgengi íbúanna að líkamsrækt til skemmri tíma og ekki síður að finna framtíðarlausn á málaflokknum. „Gott aðgengi að líkamsræktaraðstöðu allt árið um kring er afar brýnt fyrir heilsu og lífsgæði íbúanna,“ segir í ályktuninni.

Bæjaryfirvöld á Ísafirði hafa verið með til skoðunar með hvaða hætti bærinn geti komið að eða aðstoðað við rekstur á líkamsræktarstöð.

smari@bb.is

DEILA