Leituðu smala

Björgunarsveitir frá Vesturlandi, Ströndum, Vestfjörðum og við Húnaflóa voru kallaðar út í kvöld til að leita að týndum smölum í Selárdal á Ströndum. Uggur vaknaði með fólki þar sem smalarnir höfðu ekki skilað sér til byggða á tilætluðum tíma. Þeir fundust þó fljótlega eftir að björgunarsveitir fóru til leitar. Fyrstu hóparnir fóru úr húsi klukkan níu í kvöld og hálftíma síðar var búið að finna smalana heila á húfi.

Fimmtán manna hópur frá Björgunarfélagi Ísafjarðar var í þann mund að leggja af stað á Strandir þegar smalarnir fundust.

DEILA