Kristín hefur keppni í dag

Kristín Þorsteinsdóttir.

Kristín Þorsteinsdóttir sundkona er nú stödd í Bobigny Frakklandi og keppir á Evrópumeistaramóti DSISO. Fyrsti keppnisdagur er í dag og keppir Kristín í tveimur greinum 50 metra flugsundi og 100 metra baksundi. DSISO er alþjóðasundsamband fólks með Downs heilkenni.

Eins og flestum er kunnugt um er Kristín ákaflega sigursæl íþróttakona og var kjörin Vestfirðingur ársins 2015 af lesendum bb.is og í þrígang hefur hún verið útnefnd íþróttamaður Ísafjarðarbæjar.

Sætustu sigrar Kristín voru fyrir tveimur árum á Evrópumeistaramóti DSISO þegar Kristín setti heimsmet í 25 metra flugsundi og 100 metra skriðsundi, sem og tíu Evrópumet. Hún kom heim af mótinu með fimm gullverðlaun, auk silfurverðlauna og bronsverðlauna.

DEILA