Kaldalind hætt við vatnskaup

Fyrirtækið Kaldalind ehf. hefur hætt við markaðsstentingu og útflutningi á vatni frá Ísafirði. Um áratugur er síðan fyrirtækið og Ísafjarðarbær skrifuðu undir fyrsta samninginn um útflutning á vatni úr Vestfjarðagöngum. Í bréfi Birgis Viðars Halldórssonar, framkvæmdastjóra Köldulinda, til Ísafjarðarbæjar segir að í gegnum markaðssetningu í tíu ár, sem hafi kostað tugi milljóna króna, hafi fyrirtækið kynnt Ísafjarðarbæ vel. Það sem er efsti í huga Birgis Viðars við þessi tímamót er frábært samstarf og þolinmæði frá mörgum aðilum á Ísafirði og nefnir hann Gísla Halldór Halldórsson bæjarstjóra og forvera hans í starfi, þá Daníel Jakobsson og Halldór Halldórsson.

smari@bb.is

DEILA