Hreinni Hornstrandir eru félagasamtök sem halda utan um árlega ruslahreinsun á Hornströndum auk þess að félaginu er ætlað að vekja umræðu um rusl í hafinu og þá sérstaklega plasti. Félagið er drifið áfram af sjálfboðaliðum og ekki rekið í hagnaðarskyni. Félagið hefur staðið fyrir hreinsunum á Hornströndum síðan árið 2014.

Hornstrandir eru þekkt rekasvæði þar sem áður fyrr skolaði upp miklu magni af rekavið sem reyndist mikil búbót á meðan þar var búseta. Undanfarna áratugi hefur hinsvegar magn plasts í hafinu aukist mjög og auk þess að vera mikið lýti á fallegum fjörum friðlandsins, líka ógn við lífríkið í hafinu.

Þrátt fyrir að staðbundin áhrif séu töluverð af þessum hreinsunum eru þau nánast hverfandi á stærri skala. Það er samt von forsprakka verkefnisins að með þessum hreinsunum séu þeir öðrum hvatning til þess að láta sig umhverfið varða og líta í eigin barm varðandi sína neyslu og sömuleiðis að hvetja fólk til þess skipuleggja sína eigin hreinsun eða leggja sitt af mörkum með öðrum hætti.

Samtökin hafa nú opnað facebooksíðu þar sem hægt verður að fylgjast með starfinu.

bryndis@bb.is

DEILA