„Hér njótum við hlunninda!“

Fyrirsögnin hér að ofan er staðhæfing í tillögu að svæðisskipulagi Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar sem kynnt verður í sveitarfélögunum þremur á næstunni.

Með gerð svæðisskipulags fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð vilja sveitarfélögin festa í sessi sameiginlega framtíðarsýn á þróun svæðisins. Með því að greina tækifæri sem búa í auðlindum og sérkennum svæðisins og móta á þeim grunni markmið í atvinnumálum, samfélagsmálum og umhverfismálum og síðan skipulagsstefnu sem styður við þau, eru væntingar um að ná meiri árangri en ella þegar tekist er á við sameiginlegar áskoranir sem við blasa í byggðamálum.

Kynning á svæðisskipulaginu verður sem hér segir

Í Dalabúð, 10. október, kl. 20:00-21:30

Í Reykhólaskóla, 11. október, kl. 17:00-18:30

Í Félagsheimili Hólmavíkur, 12. október, kl. 17:00-18:30

Íbúar sveitarfélaganna og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta og kynna sér tillöguna.

smari@bb.is

DEILA