Gunnar Bragi Sveinsson skipar efsta sæti lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Gunnar Bragi var oddviti Framsóknarflokksin í Norðvesturkjördæmi frá 2009 en sagði sig úr flokknum fyrir skemmstu í kjölfar klofnings í flokknum. Lengi vel var talið að Gunnar Bragi myndi leiða lista Miðflokksins í Norðvesturkjödæmi en það hlutverk kom í hlut í Bergþórs Ólasonar. Framsóknarflokkurinn svipti hulunni af fleiri oddvitum í dag, en Þorsteinn Sæmundsson skipar efsta sætið í Reykjavíkur S og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir í Reykjavík N. Þorsteinn var þingmaður Framsóknarflokksins á síðasta kjörtímabili og Guðfinna borgarfulltrúi flokksins til skamms tíma.
smari@bb.is