Gatnagerð eftir hlé í áratug

Gámaþjónusta Vestfjarða ehf. hefur nú hafist handa við gatnagerð á Suðurtanga. Í verkinu felst að leggja nýja götu upp að efra burðarlagi, koma fyrir götubrunnum, leggja að- og fráveitu og reisa ljósastaura. Gatan sem nú er verið að gera heitir Æðartangi og er hluti af nýju skipulagi Suðurtangans. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mjög gleðilegt að nú séu hafnar framkvæmdir við nýjar götur á Ísafirði, en um áratugur er frá síðustu gatnagerð á Ísafirði þegar Tunguhverfið reis.

„Það er búið að úthluta nær öllum lóðum við vestanverðan Æðartanga og það rak okkur áfram að bjóða verkið út í ár. Svo er búið að semja um lóðir sem verða nær hafnarkantinum. Lóðirnar eru ætlaðar fyrir iðnað og hafnsækna starfsemi,“ segir Gísli Halldór.

smari@bb.is

DEILA