Framtíðarmarkmiðið að auka vetrarframleiðsluna

Mjólkárvirkjun

Orkubú Vestfjarða stefnir á framkvæmdir á vatnasviði Mjólkárvirkjunar í Arnarfirði. Fyrsti áfangi gæti hafist næsta sumar ef öll leyfi fást. Sölvi Sólbergsson, framkvæmdastjóri orkusviðs Orkubúsins, gerir ráð fyrir leyfin fáist í vetur. Hann segir að framkvæmdirnar næsta sumar skili ekki mikilli framleiðsluaukningu. „Í fyrsta áfanga erum við að horfa á að auka framleiðslu í ágúst, september og október með veitu,“ segir Sölvi. Kostnaður við fyrsta áfanga gæti numið um 30 milljónum kr.

Í fyrra voru teknar í gagnið nýjar vélar í Mjólkárvirkjun og Orkubúið stefnir á að ná hámarksframleiðslu úr þeim í fyllingu tímans. „Framtíðarmarkmiðið er auka vetrarframleiðsluna með miðlun og geyma vatn til vetrarins. Hvort og hvenær það gerist ræðst af orkuverði. Vandamálið með þessar litlu virkjanir eru orkuverðin, við fáum ekki nóg inn á þær,“ segir Sölvi.

Skipulagsferlið hefur verið langt og strangt og Sölvi bendir á að það er komið á þriðja frá því að Orkubúið hóf skipulagsvinnuna fyrir þessa framkvæmd sem er þó hvorki stórtæk né umdeild.

smari@bb.is

DEILA