Fisherman færir út kvíarnar

Glæsileg verslun Fisherman í Reykjavík. Mynd: mbl.is / Árni Sæberg

Ferðaþjónustufyrirtækið Fisherman á Suðureyri hefur fært út kvíarnar og á dögunum opnaði sælkerabúð með sjávarfang á Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur. Með þessu er hægt að jafna árstíðarbundna sveiflur í vestfirskri ferðaþjónustu. Í Fisherman í Reykjavík er hægt að velja fisk, meðlæti og sósu, ým­ist til að taka með eða borða á staðnum. Þá er boðið upp á ýmsa sérrétti eins og plokk­fisk­sam­lokuna víðfrægu, smjör­steikt­ar gell­ur, og djúp­steikt­an fisk og fransk­ar.

Fis­herm­an er 16 ára gam­alt ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki sem var stofnað á Suður­eyri með það mark­mið að end­ur­byggja hús sem til stóð að rífa í lítið gisti­heim­ili. Þannig hófst rekst­ur­inn sem hef­ur síðan stækkað og stækkað í tímans rás.

„Við lít­um fyrst og fremst á þessa versl­un sem hverf­is­versl­un og skemmti­lega viðbót við Vest­ur­bæ­inn,“ seg­ir Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fisherman í samtali við blaðamann Morgunblaðsins.

smari@bb.is

DEILA