Ferðaþjónusta utan hánnatíma

Ferðaþjónusta á Vestfjörðum er mjög árstíðaskipt atvinnugrein og keppikefli allra sem í ferðaþjónustu starfa að lokka ferðamenn til fjórðungsins utan háannatímans. Til að velta þeim málum upp hefur Markaðsstofa Vestfjarða ásamt Ferðamálasamtökum Vestfjarða boða til ráðstefnu um þróun vörupakka fyrir Vestfirska ferðaþjónustu utan háannar. Ráðstefnan verður á morgun í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

Á ráðstefnunni verður meðal annars farið yfir nýútkomna markhópagreiningu Íslandsstofu. Jafnframt verður vinnustofur um áframhaldandi þróun vestfirskra vörupakka.

smari@bb.is

DEILA