Engin veggjöld í Dýrafjarðargöngum

Teitur Björn Einarsson

„Það verða ekki veggjöld í Dýrafjarðargöngum og Sjálfstæðisflokkurinn er alls ekki að leggja það til,“ segir Teitur Björn Einarsson, þingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi. Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Valgerði Gunnarsdóttur að mögulega verði gjaldtaka í Dýrafjarðargöngum. Valgerður er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og formaður samgöngunefndar Alþingis. Í Fréttablaðinu er rætt við Valgerði um gjaldtöku í vegakerfinu og þá sérstaklega nýja skoðanakönnun þar sem almenningur var spurður um afstöðu til vegtolla á stofnbrautum til og frá Reykjavík. Valgerður segir orðrétt: „Við erum ekkert eina þjóðin sem hefur velt þessum hlutum upp. Við erum með Hvalfjarðargöngin, þar sem er gjaldtaka, Vaðlaheiðargöngin þar sem verður gjaldtaka, við erum með Dýrafjarðargöngin, mögulega með gjaldtöku.“

DEILA