Búðin opnar á ný

Tekist hefur að finna nýjan rekstraraðila í verslun í Árneshreppi á Ströndum en útibúi Kaupfélags Steingrímsfjarðar í Norðurfirði var lokað um mánaðamótin. Frá 1. nóvember þurfa íbúar því ekki lengur að aka 100 kílómetra í næstu verslun. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, segir í samtali við fréttastofu RÚV, að vinna sveitarfélagsins við að finna nýjan rekstaraðila hafi tekist og stefnt að því að verslun opni á ný þann 1. nóvember og innan tíðar verði veittar nánari upplýsingar um fyrirkomulag rekstarins.